Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Man Utd og Everton: Zirkzee leiðir línuna
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester United og Everton eigast við í lokaleik 12. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Matheus Cunha er ekki í hóp hjá Man Utd vegna smávægilegra meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu og þá er Harry Maguire ekki heldur með eftir að hafa orðið fyrir meiðslum gegn Tottenham í síðustu umferð.

Þetta eru einu tvær breytingarnar sem Ruben Amorim þjálfari gerir á byrjunarliði Rauðu djöflanna frá jafnteflinu gegn Tottenham. Leny Yoro og Joshua Zirkzee koma inn í byrjunarliðið í staðinn.

Benjamin Sesko er ekki í hóp vegna meiðsla en Kobbie Mainoo er kominn aftur í hóp eftir smávægileg meiðsli.

David Moyes gerir eina breytingu frá sigri gegn Fulham í síðustu umferð, þar sem bakvörðurinn Séamus Coleman, fyrirliði Everton, kemur inn í byrjunarliðið fyrir Tim Iroegbunam.

Óljóst er hvort Moyes breytir um leikkerfi til að spila með fimm manna varnarlínu eða hvort James Garner færi sig úr varnarlínunni og upp á miðjuna.

Man Utd: Lammens, Yoro, De Ligt, Shaw, Mazraoui, Casemiro, Fernandes, Dorgu, Amad, Mbeumo, Zirkzee.
Varamenn: Bayindir, Dalot, Martinez, Mount, Malacia, Ugarte, Heaven, Mainoo, Lacey.

Everton: Pickford, Garner, Tarkowski, Keane, Mykolenko, Coleman, Gueye, Ndiaye, Dewsbury-Hall, Grealish, Barry.
Varamenn: Travers, King, McNeil, Beto, O’Brien, Dibling, Alcaraz, Aznou, Iroegbunam.
Athugasemdir
banner