Manchester United er að spila við Everton í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina og fékk Idrissa Gana Gueye, miðjumaður Everton, beint rautt spjald snemma leiks.
Rauða spjaldið fékk hann fyrir að slá liðsfélaga sinn Michael Keane eftir rifrildi á vellinum um hver átti sök á að gefa Man Utd marktækifæri skömmu áður.
Gueye labbaði upp að Keane og sló hann utanundir og tók Keane ekki vel í það svo þeir tóku að rífast. Þegar Gueye fékk svo að líta rauða spjaldið ætlaði hann að vaða aftur í Keane, en var stöðvaður af Jordan Pickford.
Þrátt fyrir að vera manni færri tókst Everton að taka forystuna með marki frá Kiernan Dewsbury-Hall og er staðan 0-1 þegar tæpar 10 mínútur eru eftir af fyrri hálfleik.
Athugasemdir




