Stjarnan er búin að staðfesta ráðningu á Hrannari Boga Jónssyni sem nýjum aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í fótbolta.
Hann færir sig yfir í Garðabæinn eftir þrjú ár í Kópavogi þar sem hann þjálfaði Augnablik, venslalið Breiðabliks.
Hann verður þar aðstoðarþjálfari Jökuls Elísabetarsonar en þeir þekkjast vel eftir að hafa verið saman hjá Augnabliki á sínum tíma. Jökull sem þjálfari og Hrannar sem fyrirliði.
Það er talsverður rígur á milli Stjörnunnar og Breiðabliks en það kom ekki í veg fyrir skiptin.
„Ég er hrikalega spenntur fyrir því að hefja störf hjá Stjörnunni og þakklátur fyrir þetta tækifæri. Þetta er spennandi hópur og kem ég inn í virkilega skemmtilegt verkefni. Ég get ekki beðið eftir því að hitta strákana og byrja," sagði Hrannar við undirskrift á samningi við Stjörnuna. Hann tekur við starfinu af Steven Caulker sem var spilandi aðstoðarþjálfari liðsins seinni hluta tímabilsins 2025.
21.11.2025 13:30
Mikill missir að Hrannari - „Hefði meira gaman af þessu ef þetta væri ekki Stjarnan"
Athugasemdir



