Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 19:44
Brynjar Ingi Erluson
„Covid hafði mikil áhrif á Messi"
Lionel Messi verður ekki með Argentínu gegn Síle og Kólumbíu
Lionel Messi verður ekki með Argentínu gegn Síle og Kólumbíu
Mynd: EPA
Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins, segir að veiran skæða hafi haft mikil áhrif á Lionel Messi, en hann mun ekki spila með liðinu í leikjunum tveimur í undankeppni HM á næstu dögum.

Messi missti af þremur leikjum með Paris Saint-Germain vegna Covid-19 en spilaði síðasta leik þar sem hann lagði upp mark í öruggum sigri.

Hann var ekki í leikmannahópi argentínska landsliðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM gegn Síle og Kólumbíu en Scaloni segir það mikinn missi fyrir liðið.

„Það er frekar augljóst að við hefðum viljað hafa Messi hérna en ég talaði við hann og þá tjáði hann mér að Covid-19 hefði haft mikil áhrif á hann. Það er mikilvægt að hann nái sér að fullu og því töldum við best að hann yrði áfram hjá PSG," sagði Scaloni.

Þjálfarinn stýrir ekki Argentínu gegn Síle þar sem hann er sjálfur með Covid en verður líklega mættur á hliðarlínuna í leiknum gegn Kólumbíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner