Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fim 26. janúar 2023 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
Kristján Flóki framlengir við KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristján Flóki Finnbogason er búinn að framlengja samning sinn við KR til þriggja ára og verður því í Vesturbænum út keppnistímabilið 2025 hið minnsta.


Kristján Flóki er öflugur sóknarmaður sem gekk í raðir KR frá norska félaginu Start sumarið 2019.

Kristján Flóki er 28 ára gamall og missti af stærsta hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Hann kom við sögu í sex leikjum án þess að skora áður en úrslitakeppnin hófst. KR lék í efri hluta Bestu deildarinnar og þar skoraði Kristján tvö mörk í þremur leikjum.

Kristján Flóki er uppalinn hjá FH og var einnig á mála hjá FC Kaupmannahöfn sem táningur.

„Við óskum Flóka til hamingju með nýjan samning og hlökkum til áframhaldandi samstarfs," segir meðal annars í tilkynningu frá KR.


Athugasemdir
banner