Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 26. febrúar 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar vildi sýna þeim sem efuðust að hann getur þetta ennþá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen, leikmaður FH, var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í Draumaliðinu þessa vikuna. Gunnar valdi þar draumalið skipað leikmönnum sem hann hefur leikið með á ferlinum. Gunnar hefur leikið t.d. með Manchester City, Blackburn og Stjörnunni á sínum ferli.

Það var umræða tímabilin 2018/19 að Gunnar væri farinn að dala sem markvörður en hann sýndi sitt rétta andlit aftur á síðustu leiktíð. Jói spurði Gunnar hvort hann stefndi á að halda lengi áfram og væri alltaf jafn stemmdur.

„Ég er svaka peppaður og líka þegar maður er orðinn eldri, þegar maður er 20-25 þá heldur maður að þetta mun aldrei enda, þannig hugsar maður. Þegar maður er orðinn aðeins eldri vill maður ekki missa út neina leiki, ég er í toppstandi og ég hef gaman að þessu ennþá," sagði Gunnar.

„Varðandi umræðuna, að vera markvörður getur verið svo svart og hvítt. Það er hægt að nefna markverði eins og Kepa og de Gea. Þetta byrjar á því að einn byrjar á því að tala um þetta og svo taka allir undir."

„Stundum finnst mér þetta svolítið þannig að þú ert annan daginn alveg frábær og svo hinn getur þú ekki neitt. Fyrstu tvö tímabilin hjá FH voru frábær, þriðja tímabilið var ég á pari. Á fyrsta ári Óla Kristjáns náði ég ekki alveg að sýna mitt besta og svo meiðist ég eftir þrjá leiki 2019. Þá var verið að tala um að ég væri búinn sem markvörður og á niðurleið."

„Að sjálfsögðu fór þetta í mig, ég er stoltur keppnismaður og veit hvað ég get. Það var ekki þannig að ég fór að vorkenna sjálfum mér en ég vildi sýna þeim sem efuðust að ég get þetta ennþá. Síðasta tímabil var frábært og ég er ennþá með svaka metnað."


Gunnar er 34 ára gamall, á að baki 58 landsleiki og kom fyrst til Íslands árið 2015 til að leika með Stjörnunni.

Sjá einnig:
Balotelli henti pílum í Gunnar Nielsen og félaga


Athugasemdir
banner
banner
banner