Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mán 26. febrúar 2024 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
England: Bowen afgreiddi Brentford með þrennu
Mynd: EPA
West Ham 4 - 2 Brentford
1-0 Jarrod Bowen ('5 )
2-0 Jarrod Bowen ('7 )
2-1 Neal Maupay ('13 )
3-1 Jarrod Bowen ('63 )
4-1 Emerson ('69 )
4-2 Yoane Wissa ('82 )

West Ham og Brentford áttust við í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, áhugaverðum Lundúnaslag sem fór fram á London Stadium.

Leikurinn fór afar fjörlega af stað þar sem Jarrod Bowen var búinn að koma heimamönnum í tveggja marka forystu eftir sjö mínútna leik.

Neal Maupay svaraði með marki fyrir Brentford skömmu síðar en hvorugu liði tókst að bæta marki við leikinn fyrir leikhlé. Hamrarnir voru sterkari aðilinn fram að leikhlé, en síðari hálfleikurinn var jafnari.

Færanýting West Ham var þó betri heldur en hjá Brentford, þar sem Bowen fullkomnaði þrennuna sína eftir leikhlé og tvöfaldaði þannig forystuna á ný.

Sex mínútum síðar bætti Emerson Palmieri glæsilegu marki við leikinn til að koma heimamönnum í 4-1. Brentford mistókst að hreinsa boltann almennilega frá marki og barst hann til Emerson, sem lét vaða utan teigs og uppskar fallegt mark.

Gestirnir í liði Brentford voru ekki á því að gefast upp og skiptu þeir um gír á lokakaflanum. Yoane Wissa tókst að minnka muninn á 82. mínútu og komst Ivan Toney afar nálægt því að skora en boltinn rataði ekki í netið.

Lokatölur urðu því 4-2 fyrir West Ham, sem er búið að jafna Brighton á stigum í baráttunni um Evrópusæti.

Brentford var að tapa þriðja deildarleiknum í röð og er fimm stigum frá fallsæti.

Þetta var langþráður sigur hjá West Ham og sá fyrsti á nýju ári, eftir fjóra tapleiki og fjögur jafntefli í átta leikjum á árinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 31 22 5 4 75 24 +51 71
2 Liverpool 31 21 8 2 72 30 +42 71
3 Man City 31 21 7 3 71 31 +40 70
4 Tottenham 31 18 6 7 65 45 +20 60
5 Aston Villa 32 18 6 8 66 49 +17 60
6 Man Utd 31 15 4 12 45 46 -1 49
7 West Ham 32 13 9 10 52 56 -4 48
8 Newcastle 31 14 5 12 65 52 +13 47
9 Chelsea 30 12 8 10 55 52 +3 44
10 Brighton 31 11 10 10 51 49 +2 43
11 Wolves 31 12 6 13 44 49 -5 42
12 Bournemouth 31 11 8 12 45 55 -10 41
13 Fulham 32 11 6 15 47 51 -4 39
14 Crystal Palace 31 7 9 15 36 54 -18 30
15 Brentford 32 7 8 17 45 58 -13 29
16 Everton 31 9 8 14 32 42 -10 27
17 Nott. Forest 32 7 8 17 40 56 -16 25
18 Luton 32 6 7 19 45 65 -20 25
19 Burnley 32 4 7 21 32 67 -35 19
20 Sheffield Utd 31 3 7 21 30 82 -52 16
Athugasemdir
banner