Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
1. umferð - KFA og Hvíti með statement
Tveggja Turna Tal - Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir
Asmir Begovic ræðir við Fótbolta.net - Spenntur að koma aftur til Íslands
Hugarburðarbolti GW 35a Cole Palmer svaf í 110 daga!
Betkastið - Upphitun 2 & 3.deild
Innkastið - Markaregn og málaliðar
Leiðin úr Lengjunni - Fyrsta umferð gerð upp
Tveggja Turna Tal - Adda Baldursdóttir
Útvarpsþátturinn - Lengjan hafin og Björn Hlynur naut sín í Liverpool
Uppbótartíminn - Íslenski kvennaboltinn á mannamáli
Tveggja Turna Tal - Agla María Albertsdóttir
Innkastið - Enginn skilaréttur!
Hugarburðarbolti GW34 Þig er ekki að dreyma, Liverpool eru Englandsmeistarar!
Enski boltinn - Liverpool er Englandsmeistari 2025 (Staðfest)
Tveggja Turna Tal - Guðjón Örn Ingólfsson
Grasrótin - Upphitun fyrir 4 og 5. deild
Útvarpsþátturinn - Allt galopið í Bestu og eftirvænting í Liverpoolborg
Innkastið - Báðir nýliðarnir lögðu Víking
Hugarburðarbolti GW 33 Liverpool aðeins einum sigri frá því að verða meistarar.
Grasrótin - Upphitun fyrir 3. deild
   sun 26. mars 2023 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sama ástríða með yngri flokka KA og Öster í Svíþjóð
Túfa hélt áfram að þjálfa yngri flokka hjá KA meðfram því að þjálfa meistaraflokkinn. Túfa minnist á þessa mynd í spjallinu.
Túfa hélt áfram að þjálfa yngri flokka hjá KA meðfram því að þjálfa meistaraflokkinn. Túfa minnist á þessa mynd í spjallinu.
Mynd: Aðsend
Srdjan Tufegdzic er þjálfari sænska liðsins Öster sem spilar í B-deildinni. Liðið hefur verið lengi í næstefstu deild en setur stefnuna á efstu deild. Á síðasta tímabili fór liðið í umspilið um sæti í efstu deild en tapaði þar. Stefnan er sett á sæti í Allsvenskan á komandi tímabili.

Túfa, eins og hann er alltaf kallaður, er Serbi sem kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék með KA. Hann lagði skóna á hilluna tímabilið 2012 og var þá farinn að þjálfa hjá KA.

Hann var aðstoðarmaður Bjarna Jóhannssonar árin 2013, 2014 og hálft tímabilið 2015 áður en hann tók við sem aðalþjálfari. Túfa stýrði KA svo út tímabilið 2018. Fyrir tímabilið 2019 tók hann við Grindavík og eftir það tímabil varð hann aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar hjá Val.

Túfa ræddi um lífið í Svíþjóð, tímabilið í fyrra, komandi tímabil og ýmsilegt fleira í viðtalinu. Hann var þá spurður sérstaklega út í þá Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson sem eru leikmenn Öster.

Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér efst, í öllum hlaðvarpsveitum eða á Spotify.

Hér má nálgast viðtalið sem vitnað er í, í byrjun upptökunnar.
Athugasemdir
banner