Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   sun 26. mars 2023 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sama ástríða með yngri flokka KA og Öster í Svíþjóð
Túfa hélt áfram að þjálfa yngri flokka hjá KA meðfram því að þjálfa meistaraflokkinn. Túfa minnist á þessa mynd í spjallinu.
Túfa hélt áfram að þjálfa yngri flokka hjá KA meðfram því að þjálfa meistaraflokkinn. Túfa minnist á þessa mynd í spjallinu.
Mynd: Aðsend
Srdjan Tufegdzic er þjálfari sænska liðsins Öster sem spilar í B-deildinni. Liðið hefur verið lengi í næstefstu deild en setur stefnuna á efstu deild. Á síðasta tímabili fór liðið í umspilið um sæti í efstu deild en tapaði þar. Stefnan er sett á sæti í Allsvenskan á komandi tímabili.

Túfa, eins og hann er alltaf kallaður, er Serbi sem kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék með KA. Hann lagði skóna á hilluna tímabilið 2012 og var þá farinn að þjálfa hjá KA.

Hann var aðstoðarmaður Bjarna Jóhannssonar árin 2013, 2014 og hálft tímabilið 2015 áður en hann tók við sem aðalþjálfari. Túfa stýrði KA svo út tímabilið 2018. Fyrir tímabilið 2019 tók hann við Grindavík og eftir það tímabil varð hann aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar hjá Val.

Túfa ræddi um lífið í Svíþjóð, tímabilið í fyrra, komandi tímabil og ýmsilegt fleira í viðtalinu. Hann var þá spurður sérstaklega út í þá Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson sem eru leikmenn Öster.

Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér efst, í öllum hlaðvarpsveitum eða á Spotify.

Hér má nálgast viðtalið sem vitnað er í, í byrjun upptökunnar.
Athugasemdir
banner
banner