Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
banner
   lau 26. apríl 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Vonandi eru þeir með djúpa vasa"
Mynd: EPA
Það má búast við miklum breytingum á leikmannahópi Everton í sumar. David Moyes er farinn að huga að næsta tímabili enda er liðið búið að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni.

Fjöldi leikmanna er að renna út á samningi hjá félaginu. Þá eru nýjir eigendur komnir inn og Moyes vonast til að geta keypt nýja leikmenn í sumar.

„Við þurfum að taka ákvarðanir á næstu vikum. Það eru leikmenn að renna út á samningi og leikmenn á láni. Nýju eigendurnir skoða það hvað við getum og getum ekki gert með peningana fyrir næstu leiktíð," sagði Moyes.

„Við þurfum að sjá hversu djúpir vasarnir þeirra eru og vonandi eru þeir djúpir og gefa okkur tækifæri á því að kaupa leikmenn til að bæta í hópinn."
Athugasemdir
banner