Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. maí 2020 09:42
Magnús Már Einarsson
Svona er nýr landsliðsbúningur Íslands
Þetta er nýr landsliðsbúningur Íslands.
Þetta er nýr landsliðsbúningur Íslands.
Mynd: Puma
KSÍ tilkynnti í morgun að PUMA sé nýr búningaframleiðandi fyrir landslið Íslands frá og með 1. júlí. PUMA tekur við af Errea sem hefur framleitt búninga fyrir Ísland síðan árið 2001.

Í tilkynningu frá KSÍ kom fram að nýr landsliðsbúningur verði opinberaður um miðjan júlí en kenningar eru um að mynd af búningnum hafi birst í morgun.

Puma birti í morgun frétt á heimasíðu sinni um samstarfið og þar birtist mynd af Bjorn Gulden framkvæmdastjóra PUMA og Guðna Bergssyni formanni KSÍ en þeir héldu saman á bláum búning.

PUMA hefur síðan þá eytt myndinni af vef sínum en umræða er nú í gangi á Twitter þar sem vangaveltur eru um hvort að þetta sé nýr búningur íslenska landsliðsins.

Á vef PUMA er nú önnur mynd þar sem Guðni og Björn takast í hendur en myndinni sem var eytt má sjá hér til hliðar og hér að neðan.

Á myndinni má einnig sjá merki sem ætla má að sé nýtt merki landsliðsins en kynna á það merki í lok júní.

Uppfært: Staðfest hefur verið að um nýja búninginn sé að ræða.


Athugasemdir
banner
banner