Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 26. maí 2020 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Haaland fór meiddur af velli gegn Bayern
Norski framherjinn Erling Braut Haaland fór meiddur af velli gegn Bayern München nú rétt í þessu en Giovanni Reyna kom inná í hans stað.

Haaland hefur farið vel af stað með Dortmund frá því hann kom í janúar.

Hann hefur skorað 13 mörk og lagt upp 3 í 14 leikjum en leikmenn Bayern reyndust honum erfiðir í dag.

Haaland hafði ekki úr miklu að moða í leiknum og bætti það gráu ofan á svart er hann haltraði af velli á 72. mínútu.

Dortmund er 1-0 undir þegar þetta er skrifað og þá sjö stigum á eftir Bayern ef þetta reynast lokatölur leiksins.
Athugasemdir
banner