Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. maí 2020 13:24
Magnús Már Einarsson
Stefan Ljubicic yfirgefur Riga FC
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FC Riga í Lettlandi hefur samið um starfslok við framherjann Stefan Alexander Ljubicic en félagið greinir frá þessu í dag.

Stefan er tvítugur en hann gekk til liðs við FC Riga í nóvember síðastliðnum.

Á vef FC Riga segir að samkeppnin um sæti í liðinu sé mikil og að félagið og Stefan hafi verið sammála um að láta leiðir skilja.

„Riga þakkar Stefani fyrir hans framlag og óskar honum velgengni á ferlinum," segir á vef FC Riga.

Stefan lék með Keflavík í yngri flokkunum en þaðan fór hann til Brighton þar sem hann spilaði í unglinga og varaliðinu.

í júlí í fyrra gekk Stefan í raðir Grindavíkur þar sem hann skoraði eitt mark í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Stefan á fjóra leiki með U21-landsliði Íslands.

Sjá einnig:
Stefan Ljubicic er langyngstur hjá lettnesku meisturunum
Athugasemdir
banner
banner
banner