Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 26. september 2021 12:43
Victor Pálsson
Bað um að koma af velli í gær
Mynd: Getty Images
Margir stuðningsmenn Leeds voru annað hvort hissa eða óánægðir í gær er Raphinha var tekinn af velli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Leeds komst yfir í þessum leik á 19. mínútu er Raphinha kom einmitt boltanum í netið.

Staðan var 1-0 þar til á 67. mínútu er Junior Firpo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafnaði þar með metin.

Raphinha var hættulegasti leikmaður Leeds í þessum leik en tveimur mínútum eftir mark West Ham fór hann af velli.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, segir að það hafi verið ákvörðun leikmannsins að fara útaf en leikurinn tapaðist að lokum 2-1.

„Hann lét okkur vita að það væri erfitt fyrir hann að halda áfram," sagði Bielsa við Leeds Live.

„Hann var alla vikuna að jafna sig eftir högg gegn Newcastle. Hann spilaði frábæran leik á meðan hann var á vellinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner