Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 11:00
Victor Pálsson
Barcelona hefur ekki efni á að reka Koeman
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Barcelona, hefur engar áhyggjur af stöðu sinni hjá félaginu að sögn erlendra miðla.

The Mail greinir á meðal annars frá því að Koeman sé rólegur þar sem að Barcelona hafi ekki efni á því að reka hann frá félaginu.

Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og myndi það kosta 12 milljónir evra að reka Hollendinginn.

Barcelona hefur ekki farið vel af stað í deildinni á þessu tímabili og gerði markalaust jafntefli við Cadiz í síðasta leik.

Koeman verður ekki á hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum því hann fékk rautt spjald í þeim leik.

Barcelona má ekki við því að borga 12 milljónir evra til að reka Koeman en Roberto Martinez hefur þó verið orðaður við stjórastöðuna. Hann er í dag landsliðsþjálfari Belga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner