Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. september 2023 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu ótrúlega björgun Glódísar - „Á skilið að vera viðurkennd sem ein af þeim bestu“
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið er að tapa fyrir Þjóðverjum, 4-0, í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Heimakonur hafa verið með öll völd á leiknum og átt fá svör við sóknarleik þýska liðsins.

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði landsliðsins, átti hins vegar eina rosulegustu björgun kvöldsins, þegar hún bjargaði á línu eftir hornspyrnu Þjóðverja.

Marina Hegering skallaði hornspyrnuna í átt að marki og stóð Glódís á línunni, stökk upp og náði að stanga boltann upp í slá og út.

Svakaleg björgun hjá fyrirliðanum í annars slakri frammistöðu landsliðsins í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner