Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. október 2020 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Elmar lagði upp sigurmarkið - Astana skoraði fimm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Akhisarspor 2 - 1 Bursaspor
1-0 H. Adiguzel ('7)
1-1 A. Akman ('21)
2-1 O. Cekdar ('79)
2-1 B. Altiparmak, misnotað víti ('94)

Theódór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði Akhisarspor í dag og lagði upp sigurmarkið gegn Bursaspor.

Staðan var jöfn 1-1 eftir jafnan leik þegar Theódór Elmar gaf boltann á Cekdar sem gerði sigurmark heimamanna. Gestirnir í Bursaspor fengu kjörið tækifæri til að jafna í lok uppbótartímans en Altiparmak misnotaði vítaspyrnu.

Akhisarspor er með 9 stig eftir 7 umferðir eftir sigurinn, við hlið Bursaspor um miðja deild. Á síðustu leiktíð komust bæði liðin í umspil um sæti í efstu deild en töpuðu í undanúrslitum.

Elmar er fastamaður í byrjunarliði Akhisarspor og hefur verið frá komu sinni til félagsins í fyrra. Hann býr yfir mikilli reynslu úr B-deildinni í Tyrklandi þar sem hann hefur spilað hátt upp í 100 leiki fyrir þrjú mismunandi félög. Elmar hefur komið víða við á ferlinum og hefur meðal annars spilað fyrir Celtic og Gautaborg.

Elmar er 33 ára og á 41 landsleik að baki fyrir Ísland.

Okzhetpes 1 - 5 FC Astana

Rúnar Már Sigurjónsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla er Astana rúllaði yfir Okzhetpes í dag.

Astana skoraði fimm mörk á útivelli og var þetta annar sigur liðsins í röð. Félagið er í öðru sæti, ellefu stigum eftir toppliði Kairat Almaty.

Rúnar Már hefur staðið sig vel á tímabilinu og er í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar, enda tekur hann vítapsyrnur Astana.
Athugasemdir
banner
banner
banner