Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   mið 26. október 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Algjör öðlingur og ég er ánægður að hann sé kominn með starf í KR"
Rúnar og Pálmi Rafn
Rúnar og Pálmi Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason lék sinn síðasta leik á ferlinum á mánudag í jafntefli KR gegn Víkingi. Fyrirliðinn fékk að líta gula spjaldið og tekur út bann í lokaumferðinni. Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik tilkynnti hann að hann hefði verið að spila sinn síðasta leik á ferlinum.

Pálmi kom í KR frá Lilleström í Noregi fyrir tímabilið 2015. Fótbolti.net ræddi eftir leikinn um Pálma við þjálfarann Rúnar Kristinsson.

„Pálmi er búinn að vera frábær fyrir KR, hans ferill hefur verið frábær, staðið sig gríðarlega vel. Ég kynnist ekki Pálma fyrr en ég kem að þjálfa KR 2018, hann er algjör öðlingur og ég er ánægður að hann sé kominn með starf í KR. Hann á eftir að geta miðlað miklu, ekki bara inn á fótboltavellinum heldur líka á skrifstofunni og þar í kring því hann er klár strákur og það kunna allir vel við hann," sagði Rúnar.

„Það er leiðinlegt að hann hafi fengið þetta spjald því við vildum leyfa honum að enda þetta á KR-vellinum í síðustu umferðinni en það er bara hluti af þessu," sagði Rúnar.

Sjá einnig:
Ákvað fyrir tímabilið að þetta yrði það síðasta - Íslandsmeistaratitillinn sætasta stundin

Viðtölin við Rúnar og Pálma má nálgast hér að neðan.
Athugasemdir
banner