Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. nóvember 2021 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ánægður með dómaraviðtölin í sumar - „Tekur tíma að vera opinn varðandi mistök"
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nýjung í efstu deild karla á síðustu leiktíð þegar Stöð 2 tók dómara í viðtöl eftir leiki til að ræða vafaatriði.

Þóroddur Hjaltalín yfirmaður dómaramála hjá Knattspyrnusambandinu var ánægður með þetta fyrirkomulag og hann sagði í Útvarpsþætti Fótbolta.net um síðustu helgi að þetta ætti að halda áfram.

„Heilt yfir mjög ánægður. Þetta er eitthvað sem við vorum búin að ræða lengi. Mér finnst ekki vera komin nægilega mikil reynsla til að taka ákvörðun um að hætta þessu. Dómarar þurfa að fá meiri reynslu, þeir þurfa að átta sig á því að heilt yfir stendur enginn með dómaranum nema þeir sjálfir. Það tekur tíma að vera opinn með það að hafa gert mistök."

Hann segir að það hafi verið skýrt frá dómurunum að þeir færu bara í viðtöl á leikjum þar sem Stöð 2 var með margar myndavélar.

„Nei, þegar við ræddum þetta við Stöð 2 þá vildum við bara að þetta væri á leikjum sem væru með nóg af myndavélum. Þannig það væri hægt að sjá atvikin 100% eftirá svo dómararnir væru ekki að fara ræða einhver atvik sem voru úr vondu sjónarhorni. Við teljum að það sé ekki hægt þar sem er bara ein myndavél."

Fólki fannst þetta mjög áhugaverð og spennandi pæling en mörgum þótti dómararnir eiga erfitt með að viðurkenna mistök.

Sjá einnig:
Dómarar munu koma í viðtöl eftir leiki í sumar
Vilhjálmur vissi alveg uppá sig sökina
Mynd: Fyrsta dómaraviðtalið á Íslandi
Útvarpsþátturinn - Stóru málin í íslenska og enska boltanum
Athugasemdir
banner