Victor Osimhen, sóknarmaður Napoli á Ítalíu, er efstur á óskalista Mauricio Pochettino hjá Chelsea, Þetta kemur fram í enska blaðinu Telegraph
Pochettino er orðinn óþreyjufullur með gengi liðsins á þessu tímabili og telur þörf á styrkingu.
Hann vill bæta sóknarmanni við hópinn og ekki hvaða sóknarmanni sem er, heldur besta framherja ítölsku deildarinnar.
Osimhen var markahæstur á síðasta tímabili er Napoli vann deildina, en hann er sagður á förum frá félaginu.
Telegraph segir að Osimhen sé efsti maður á blaði hjá Pochettino, en Chelsea gæti þó þurft að greiða vel yfir 100 milljónir punda fyrir kappann.
Chelsea vantar níu og er Osimhen fullkomin lausn að því vandamáli.
Osimhen er sjálfur opinn fyrir því að ganga í raðir Chelsea, en samningur hans við Napoli rennur út 2025 og því síðasti séns fyrir ítalska félagið að selja hann næsta sumar.
Athugasemdir