Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. janúar 2020 23:30
Aksentije Milisic
Cantona 25 árum seinna: Átti að sparka fastar í hann
Sparkið fræga.
Sparkið fræga.
Mynd: Steve Lindsell
Fyrir tveimur dögum síðan voru nákvæmlega 25 ár frá einu ótrúlegasta atvik í sögu knattspyrnunnar. Eric Cantona tók þá hið fræga kung-fu spark á stuðningsmann Crystal Palace á Selhurst Park í leik hjá Man Utd og Crystal Palace.

Leikur Palace og United hafði verið frekar rólegur fram að þessu en lið Palace tók fast á leikmönnum United. Richard Shaw, leikmaður Palace, fékk það hlutverk að passa Cantona í þessum leik og var hann mikið að sparka í hann og pirra hann allan leikinn. Á endanum missti Cantona hausinn og sparkaði í Shaw þegar boltinn var ekki nálægt. Það sá dómari leiksins og rak Cantona í sturtu.

Þegar Cantona var að ganga af velli og framhjá stuðningsmönnum Palace, þá ákvað maður að nafni Matthew Simmons, að hlaupa niður að vellinum og kalla í áttina að Eric: „Farðu til fjandans, helvítis franski bastarður!"

Það sem gerðist í kjölfarið vita allir. Cantona tók sig til, stökk yfir grindverkið og sparkaði í Simmons. Cantona var í viðtali við FourFourTwo á dögunum og þar tjáði hann sig aðeins um atvikið.

„Ég hitti hann ekki nógu fast, ég hefði átt að sparka fastar í hann. Ég horfði ekki á atvikið aftur í kjölfarið. Það var allt morandi í ljósmyndurum og fjölmiðlamönnum fyrir utan heimilið mitt eftir þetta", sagði Cantona.

Hér að neðan má sjá þetta ótrúlega atvik.


Athugasemdir
banner
banner