Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 17:33
Elvar Geir Magnússon
Daníel Leó kominn til Slask Wroclaw (Staðfest)
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska fótboltafélagið Blackpool staðfesti í dag að íslenski landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson væri genginn í raðir pólska félagsins Slask Wroclaw.

Daníel er 26 ára og lék nítján leiki fyrir Blackpool en hann kom til félagsins frá Álasundi 2020.

„Félagið vill þakka Daníel fyrir hans framlag og óskar honum alls hins besta í framtíðinni," segir á heimasíðu Blackpool.

Slask Wroclaw er í 10. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur verið í vetrarfríi síðasta mánuðinn og fer aftur af stað þann 5. febrúar.

Daníel lék fjóra landsleiki fyrir Ísland á liðnu ári og hefur alls leikið fimm A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner