Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 27. janúar 2023 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund borgar 10 milljónir fyrir sextán ára Belga (Staðfest)
Mynd: EPA

Borussia Dortmund er búið að festa kaup á Julien Duranville, 16 ára kantmanni frá Belgíu.


Dortmund borgar 10 milljónir evra fyrir hann en sú upphæð getur hækkað með árangurstengdum aukagreiðslum og prósentu af hagnaði á næstu sölu.

Duranville fékk tækifæri með aðalliði Anderlecht undir stjórn Vincent Kompany á síðustu leiktíð og hefur skorað eitt mark í sex leikjum með aðalliðinu í efstu deild. Þá hefur hann gert eitt mark í fjórum leikjum með varaliðinu í næstefstu deild belgíska boltans.

Ljóst er að Duranville er gífurlega spennandi leikmaður en hann er nú þegar byrjaður að spila fyrir U19 landsliðið eftir að hafa verið algjör lykilmaður með U16 liðinu.


Athugasemdir
banner
banner