Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   mið 27. mars 2024 22:22
Sölvi Haraldsson
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér fannst heilt yfir leikurinn spilast vel. Við vorum dálítið of lengi í gang samt í fyrri og seinni hálfleik, en það er eitthvað sem við þurfum að laga. Eftir að við létum boltann rúlla meira þá leystum við vel úr pressunni og þetta var bara góður sigur.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á ÍA í úrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 ÍA

Halldór er ánægður með það hvernig hans menn unnu sig inn í leikinn í báðum hálfleikum eftir að hafa byrjað báða hálfleikana full rólega.

Heilt yfir er ég mjög ánægður með margt í okkar leik. Auðvitað er erfitt að brjóta niður þessa stóru og miklu varnarblokk. Þeir voru þéttir til baka og vildu sækja hratt á okkur. En við gerðum mjög vel að skora fjögur mörk og vinna leikinn.

Dóri telur að Blikaliðið sé á mjög fínum stað í dag. 

Eins og flestir vita að þá byrjaði undirbúningstímabilið okkar mun seinna en hjá flestum íslenskum liðum. En ég tel að liðið sé á mjög fínum stað í dag. Við spiluðum mjög góðan leik gegn góðu liði úti í æfingarferðinni okkar á dögunum og fínan leik hér þannig framhaldið lítur vel út.“

Eftir 1-0 sigurleikinn hjá Breiðablik gegn Þór staðfesti Halldór viðræður lið frá Kasakstan í Kristófer Inga en er eitthvað meira til í því?

Nei, það er bara eitthvað sem kom á borðið og menn fóru og skoðuðu en svo var það bara slegið frá borðinu. Það var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér.“

Hann kemur einnig inn á það að eins og staðan er í dag verður Kristófer Ingi leikmaður Breiðabliks í sumar. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner