Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   mið 27. mars 2024 22:22
Sölvi Haraldsson
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér fannst heilt yfir leikurinn spilast vel. Við vorum dálítið of lengi í gang samt í fyrri og seinni hálfleik, en það er eitthvað sem við þurfum að laga. Eftir að við létum boltann rúlla meira þá leystum við vel úr pressunni og þetta var bara góður sigur.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á ÍA í úrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 ÍA

Halldór er ánægður með það hvernig hans menn unnu sig inn í leikinn í báðum hálfleikum eftir að hafa byrjað báða hálfleikana full rólega.

Heilt yfir er ég mjög ánægður með margt í okkar leik. Auðvitað er erfitt að brjóta niður þessa stóru og miklu varnarblokk. Þeir voru þéttir til baka og vildu sækja hratt á okkur. En við gerðum mjög vel að skora fjögur mörk og vinna leikinn.

Dóri telur að Blikaliðið sé á mjög fínum stað í dag. 

Eins og flestir vita að þá byrjaði undirbúningstímabilið okkar mun seinna en hjá flestum íslenskum liðum. En ég tel að liðið sé á mjög fínum stað í dag. Við spiluðum mjög góðan leik gegn góðu liði úti í æfingarferðinni okkar á dögunum og fínan leik hér þannig framhaldið lítur vel út.“

Eftir 1-0 sigurleikinn hjá Breiðablik gegn Þór staðfesti Halldór viðræður lið frá Kasakstan í Kristófer Inga en er eitthvað meira til í því?

Nei, það er bara eitthvað sem kom á borðið og menn fóru og skoðuðu en svo var það bara slegið frá borðinu. Það var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér.“

Hann kemur einnig inn á það að eins og staðan er í dag verður Kristófer Ingi leikmaður Breiðabliks í sumar. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner