Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   mið 27. mars 2024 22:22
Sölvi Haraldsson
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér fannst heilt yfir leikurinn spilast vel. Við vorum dálítið of lengi í gang samt í fyrri og seinni hálfleik, en það er eitthvað sem við þurfum að laga. Eftir að við létum boltann rúlla meira þá leystum við vel úr pressunni og þetta var bara góður sigur.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á ÍA í úrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 ÍA

Halldór er ánægður með það hvernig hans menn unnu sig inn í leikinn í báðum hálfleikum eftir að hafa byrjað báða hálfleikana full rólega.

Heilt yfir er ég mjög ánægður með margt í okkar leik. Auðvitað er erfitt að brjóta niður þessa stóru og miklu varnarblokk. Þeir voru þéttir til baka og vildu sækja hratt á okkur. En við gerðum mjög vel að skora fjögur mörk og vinna leikinn.

Dóri telur að Blikaliðið sé á mjög fínum stað í dag. 

Eins og flestir vita að þá byrjaði undirbúningstímabilið okkar mun seinna en hjá flestum íslenskum liðum. En ég tel að liðið sé á mjög fínum stað í dag. Við spiluðum mjög góðan leik gegn góðu liði úti í æfingarferðinni okkar á dögunum og fínan leik hér þannig framhaldið lítur vel út.“

Eftir 1-0 sigurleikinn hjá Breiðablik gegn Þór staðfesti Halldór viðræður lið frá Kasakstan í Kristófer Inga en er eitthvað meira til í því?

Nei, það er bara eitthvað sem kom á borðið og menn fóru og skoðuðu en svo var það bara slegið frá borðinu. Það var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér.“

Hann kemur einnig inn á það að eins og staðan er í dag verður Kristófer Ingi leikmaður Breiðabliks í sumar. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner