Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 27. apríl 2021 23:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Giggs sagður hneykslaður og mjög reiður
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs var ekki vígður inn í frægðarhöll úrvalsdeildarinnar fyrstur manna á mánudag. Búist var við því að Giggs yrði vígður fyrstur inn ásamt Alan Shearer. Samkvæmt heimildum Mirror var það áætlunin en þeirri áætlun var breytt þegar Giggs var kærður á dögunum fyrir að ráðast á tvær konur.

Thierry Henry var vígður inn í höllina í stað Giggs. Nú er hægt að kjósa hvaða sex leikmenn verða vígðir næstir inn og er Giggs ekki á 23 manna lista.

Samkvæmt heimildum MailSport er Giggs hneykslaður og mjög reiður út af þessari höfnun. Giggs vann þrettán Englandsmeistaratitla en augljóst er að litið er framhjá honum fyrir gjörðir hans utan vallar.

Giggs er 47 ára og hefur enginn leikmaður unnið úrvalsdeildina jafn oft og hann. Hann lék 672 úrvalsdeildarleiki fyrir United.

Sjá einnig:
Henry var valinn í stað Giggs inn í frægðarhöllina
Ósáttur með frægðarhöllina - „Terry fær að vera þarna en ekki Giggs"
Athugasemdir
banner
banner
banner