Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. apríl 2021 20:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mun aldrei fyrirgefa Mourinho það að hafa hlaupið til Real
Mynd: Getty Images
Ernesto Paolillo, fyrrum stjórnarformaður Inter, sagði frá því í viðtali í dag að hann muni aldrei fyrirgefa Jose Mourinho. Paolillo var við störf hjá Inter þegar liðið vann þrennuna eftirsóttu árið 2010.

Paolillo segir að Mourinho hafi hitt Florentino Perez, forseta Real Madrid, sama kvöld og Inter vann úrslitaleik Meistaradeildarinnar, gegn Bayern, á Stadio Bernabeu.

„Mín hugmynd var að stokka upp í liðinu. Þetta var lið fullt af sigurvegurum en leikmenn voru að tæma tankana sína og voru orðnir þreyttir," segir Paolillo.

„Mourinho vissi af því og hljóp í burtu sama kvöld. Ég mun aldrei fyrirgefa honum það. Ég var viss um að það þyrfti að stokka upp og Benitez hóf það verkefni."

„Ég ætlaði mér að fá inn Antonio Conte en niðurstaðan var að taka inn Rafa Benitez. Massimo Moratti (fyrrum eigandi Inter) vildi ekki fá inn Conte því hann tengdist Juventus,"
sagði Paolillo.

Mourinho tók við Real Madrid sumarið 2010 og var hjá Real í þrjú ár. Mourinho var síðast hjá Tottenham en var rekinn á dögunum. Antonio Conte er í dag stjóri Inter sem er að verða Ítalíumeistari, þetta er annað árið sem Conte er stjóri liðsins.
Athugasemdir
banner
banner