Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. maí 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Arnór Ingvi sé draumur allra þjálfara
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi í leik með Malmö gegn Chelsea.
Arnór Ingvi í leik með Malmö gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason er búinn að leika alla leiki Malmö í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Malmö er á toppnum eftir 11 umferðir með 24 stig.

Arnór lék 68 mínútur í öruggum 5-0 sigri Malmö á Eskilstuna á laugardag. Eftir leikinn hrósaði þjálfari Malmö, Þjóðverjinn Uwe Rösler, honum í hástert.

Íslendingavaktin sagði fyrst frá.

„Í fyrri hálfleiknum var hann algjörlega frábær," sagði Rösler. „Hann breytti hraða leiksins, kom sér úr erfiðum stöðum og gerði vel með og án boltans. Hann pressaði líka vel."

„Síðustu tveir leikir hafa verið mjög góðir hjá honum. Það er mjög gott að vinna með honum. Hann er draumur þjálfarans. Þú sérð að hann gerir rétta hluti á hverjum degi. Hann vill verða eins góður og hann getur mögulega orðið."

Vill vinna deildina með Malmö
Arnór var einnig sáttur með frammistöðu sína. Hann er ekki að hugsa um að yfirgefa Malmö.

„Mér leið mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Mér líður vel andlega og líkamlega. Ég er einbeittur á að verða eins góður og ég get mögulega orðið. Ég hef fundið nýja stöðu sem hentar mér mjög vel. Ég er í frjálsu hlutverki. Ég fer út á kant, inn á miðju, geri nánast það sem ég vil. Ég þarf að bæta mig í varnarleiknum."

„Ég er einbeittur á Malmö. Ég vil vinna deildina með Malmö. Ég og fjölskylda mín erum mjög ánægð í Malmö."

Arnór verður væntanlega í íslenska landsliðshópnum sem mætir Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner