Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 27. maí 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Zerbi: Við munum byggja upp sterkara lið
Mynd: EPA

Brighton er á leið í Evrópukeppni á næstu leiktíð en það má búast við því að stærstu stjörnur liðsins yfirgefi félagið í sumar.


Leikmenn á borð við Moises Caicedo og Alexis Mac Allister hafa verið orðaðir í burtu frá félaginu en Roberto De Zerbi stjóri liðsins hefur ekki miklar áhyggjur af því.

„Ef við missum leikmenn koma bara nýjir frábærir leikmenn í staðinn. Ég hef trú á Tony (Bloom eiganda Brighton) og teyminu á bakvið tjöldin. Ég trúi því að við munum byggja upp sterkara lið," sagði De Zerbi.

Brighton gerði frábæra hluti undir stjórn Graham Potter en De Zerbi hefur tekist að taka liðið upp á næsta stíg og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að byggja ofan á tímabilið í ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner