Chelsea hefur sent enska varnarmanninum Tosin Adarabioyo samningstilboð en þetta kemur fram á Sky Sports í kvöld.
Adarabioyo, sem er 26 ára gamall, yfirgefur Fulham þegar samningur hans við félagið rennur út í næsta mánuði.
Newcastle United var talið leiða baráttuna um miðvörðinn en það hefur átt í viðræðum við hann síðustu daga.
Sky Sports segir nú að Chelsea sé búið að blanda sér í baráttuna en félagið hefur sent honum formlegt samningstilboð.
Chelsea vill fá varnarmann inn fyrir Thiago Silva sem er á leið aftur til Brasilíu.
Adarabioyo lék alls 20 deildarleiki fyrir Fulham á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir