Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. júlí 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Spurning hvort hann upplifi sjálfan sig í viðkvæmri stöðu?"
Mikkelsen í leiknum gegn Keflavík
Mikkelsen í leiknum gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thomas Mikkelsen átti ekki sinn besta dag þegar Breiðablik tapaði gegn Keflavík í Keflavík á sunnudag. Thomas klikkaði á vítaspyrnu og fékk einnig önnur góð færi í leiknum.

Haflið Breiðfjörð textalýsti leiknum fyrir Fótbolta.net og setti Thomas í 'Vondur dagur' í skýrslu sinni.

„Hvað kom fyrir Thomas Mikkelsen? Hann fékk aftur kallið í byrjunliðið í kvöld og ég hefði viljað sjá hann þakka traustið og skila af sér. Hann fékk urmul marktækifæra í leiknum en virðist vera alveg fyrirmunað að skora. Meira að segja þegar hann fékk vítaspyrnu gat hann ekki einu sinni hitt innan rammans og skaut í stöngina. Í raun er auðvelt að segja að hann hefði átt að vinna leikinn í kvöld fyrir Breiðablik á venjulegum degi," skrifaði Hafliði.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Maður sá að ýmsir stuðningsmenn Blika voru frekar pirraðir út í danska framherjann í leiknum," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Einhverjar sögur hafa heyrst um að Mikkelsen hafi verið boðinn til annarra félaga á Íslandi síðasta vetur.

„Hann brenndi af fjölmörgum færum og maður veltir fyrir sér stöðu hans í Kópavoginum. Hann hefur verið orðaður við brottför, það hefur verið talað um að hann nýtist ekki alveg í uppleggi þjálfaranna eða í leikstíl liðsins. Það er spurning hvort hann upplifi sjálfan sig í viðkvæmri stöðu og kannski líði ekki vel?" velti Ingólfur Sigurðsson fyrir sér.

„Maður hefur horft á hann klára öll þessi færi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þetta áttu að vera skyldumörk fyrir Thomas en síðan var þetta kannski bara einn af þessum dögum," bætti Ingó við.

„Ég held að það súmmeri þetta upp, einn af þessum dögum. Thomas hefur átt fína leiki á þessu tímabili. Hann er í lægð núna, gæinn hefði getað skorað fjögur mörk og maður hefði ekki verið neitt hissa," sagði Gunnar Birgisson.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í færanýtingu liðsins í viðtali eftir leikinn.

„Þetta er stundum svona, ég held að öll lið sem sækja mikið, skapa mikið af færum lenda í svona leikjum þar sem þú upplifir að þú getir spilað fram á morgundaginn og boltinn ætlar ekki inn. Ég held það kristallist þegar ein öruggasta vítaskytta sem komið hefur til Íslands klikkar á víti, það rammar þetta inn," sagði Óskar sem hrósaði einnig leikmönnum Keflavíkur fyrir þeirra frammistöðu.

Mikkelsen er 31 árs gamall Dani sem gekk í raðir Breiðabliks um mitt sumar 2018. Hann hefur skorað 51 mark í 71 leik í deild og bikar fyrir liðið. Samkvæmt vef KSÍ er Thomas samningsbundinn Breiðabliki út næsta tímabil.
Óskar Hrafn: Erum ekki vélmenni og menn gera mistök
Innkastið - KR lék sér að bráðinni og ótrúleg úrslit suður með sjó
Athugasemdir
banner
banner