Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 27. september 2020 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Tottenham og Newcastle: Alli ekki í hóp
Tottenham mætir Newcastle í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn er liður í 3. umferð deildarinanr og fer fram á heimavelli Tottenham, leikurinn hefst klukkan 13:00.

Tottenham vann sannfærandi sigur á Southampton um síðustu helgi á meðan Newcastle steinlá gegn Brighton.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, gerir eina breytingu frá síðustu umferð. Inn kemur Giovani Lo Celso fyrir Tanguy Ndombele. Dele Alli er ekki í leikmannahópi Tottenham í dag. Hann hefur verið orðaður burt frá félaginu.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, gerir þrjár breytingar. Janal Lewis, Andy Carroll og Allan Saint-Maximin eru ekki í byrjunarliðinu og inn koma þeir Matt Ritchie, Miguel Almiron og Joelinton. Maximin er meiddur en Lewis og Carroll eru á bekknum.

Uppfært 12:34: Gedson tekur sæti Moussa Sissoko á bekknum hjá Spurs þar sem Sissoko er veikur.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Doherty, Dier, Sanchez, Davies, Hojbjerg, Winks, Lo Celso, Lucas, Kane, Son.

(Varamenn: Hart, Reguilon, Alderweireld, Gedson, Ndombele, Lamela, Bergwijn.)

Byrjunarlið Newcastle: Darlow, Manquillo, Lascelles, Fernandez, Ritchie, Hendrick, Shelvey, Hayden, Almiron, Joelinton, Wilson.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir