Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. september 2020 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Sunnlenska 
Sýndu stuðning við Black Lives Matter á Selfossvelli
Mynd: Guðmundur Karl/sunnlenska.is
Mínútu þögn var fyrir leik Selfoss og Þróttar R. í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Það var gert til að sýna samstöðu með Black Lives Matter.

Frumkvæðið átti Tiffany McCarty, leikmaður Selfoss, sem segir þetta, í samtali við sunnlenska.is hafa verið tilfinningaþrungna stund á Selfossvelli. Leikmenn, dómarar og þjálfarar krupu á kné fyrir leikinn og þá var mínútu þögn.

„Upphaflega hafði Phoenetia Browen, leikmaður FH, samband við mig og Shameeka Fishley, leikmann Stjörnunnar, um það hvernig við gætum heiðrað Black Lives Matter,“ sagði McCarty í samtali við sunnlenska.is.

„Ég útskýrði fyrir liðsfélögum mínum hvers vegna þetta væri mér mikilvægt og fékk jákvæð viðbrögð frá þeim. Ég sagði þeim hvað ég ætlaði að gera og að þær réðu því sjálfar hvernig þær myndu tjá sig í þögninni."

„Ég bað og hugleiddi djúpt í þögninni. Satt best að segja þá var þetta súrrealískt og ég er þakklát fyrir að hafa þennan vettvang sem okkur hefur verið gefinn til þess að tjá okkur um þetta alþjóðlega umræðuefni,“
sagði McCarty að lokum.

Fleiri myndir frá Selfossi og viðtalið í heild má lesa inn á sunnlenska.is
Athugasemdir
banner
banner