Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. september 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Úkraína mun ekki taka þátt í keppnum þar sem Rússland er með
Mynd: EPA
Úkraínska fótboltasambandið segir að það muni ekki taka þátt í neinum UEFA keppnum sem Rússlandi er hleypt aftur inn í. Á þriðjudag tilkynnti UEFA að U17 landslið Rússlands mættu aftur taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.

UEFA segir að strákum og stelpum eigi ekki að refsa fyrir aðgerðir fullorðinna.

Úkraínska sambandið segir að ákvörðunin sé glórulaus og hvetur UEFA til að endurskoða hana samstundis.

Enska fótboltasambandið mótmælir einnig ákvörðun UEFA og segir að ensk landslið muni ekki spila gegn Rússlandi ef þau dragast saman.

UEFA setti öll rússnesk lið í bann frá keppnum sínum þegar innrásin í Úkraínu hófst af fullum krafti í febrúar 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner