Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. október 2020 10:31
Magnús Már Einarsson
Jóhannes Bjarna æfir með Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, æfir þessa dagana með Norrköping í Svíþjóð.

Jóhannes skoraði í bikarleik með KR gegn Vængjum Júpíters í sumar en hann hefur áður farið til reynslu hjá FC Kaupmannahöfn, Genk og Rangers.

Ísak Bergmann Jóhannesson hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann og Jóhannes eru frændur.

Faðir Jóhannesar er Bjarni Guðjónsson aðstoðarþjálfari KR en bróðir Bjarna er Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, sem er faðir Ísaks.

„Hann er miklu sterkari en ég var þegar ég var 15 ára gamall. Hann er mjög góður miðjumaður sem getur líka spilað sem framherji," sagði Ísak Bergmann um Jóhannes í samtali við Fotbollskanalen.
Athugasemdir
banner
banner
banner