Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 28. janúar 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool lækkar miðaverð fyrir bikarleikinn
Frá Anfield.
Frá Anfield.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur ákveðið að lækka miðaverð fyrir bikarleikinn gegn Shrewsbury þann 4. febrúar næstkomandi.

Það þarf endurtekinn leik á milli liðanna eftir 2-2 jafntefli á heimavelli Shrewsbury.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, tók þá ákvörðun að spila ekki leikmönnum úr aðalliðinu í leiknum. Þá mun hann ekki stýra liðinu, heldur Neil Critchley, þjálfari U23 liðs Liverpool.

Þegar leikurinn fer fram verður aðallið Liverpool í vetrarfríi og Klopp ætlar ekki að hætta við fríið.

Þar sem aðalliðið mun ekki spila þá ætlar Liverpool að bjóða miða á 15 pund fyrir fullorðna, 5 pund fyrir 17-21 árs og 1 pund fyrir börn. Í íslenskum krónum eru það tæpar 2500 krónur fyrir fullorðna, rúmar 800 krónur fyrir 17-21 árs og 160 krónur fyrir börn.

Það eru svo sannarlega kostakaup fyrir leik í enska boltanum.


Athugasemdir
banner
banner