Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 28. janúar 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reykjavíkurmót kvenna: Tuttugu mörk í þremur leikjum
Kvenaboltinn
Álfhildur Rósa skoraði tvö mörk fyrir Þrótt
Álfhildur Rósa skoraði tvö mörk fyrir Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti kvenna í gær. Það vantaði ekki mörkin í leikina.

Fjölnir tapaði fyrsta leik sínum í mótinu gegn Víkingi en síðan þá hafa þær unnið þrjá leiki í röð, sá þriðji kom í gær en liðið vann Fram 6-0. Sara Montoro skoraði tvö og Adna, Silja Fanney, Anna María og Aníta Björg skoruðu sitt markið hver.

Það var markaleikur þegar Víkingur og KR mættust og sama má segja um leik Þróttar og Fylkis.

Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en mörkunum rigndi inn í síðari hálfleik og á endanum sigraði Víkingur 6-2. Þróttur komst í 5-0 gegn Fylki en Árbæjarstúlkum tókst að klóra í bakkann þegar skammt var eftir.
Athugasemdir
banner
banner