Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 17:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Ótrúleg endurkoma Fjölnis gegn Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öðrum leiknum af þremur í A-deild Lengjubikarsins í dag var rétt í þessu að ljúka. Fjölnir hafði betur gegn Leikni í Egilshöllinni. Staðan var jöfn, 1-1 í hálfleik en undir lok hálfleiksins þurfti Ernir Bjarnason að yfirgefa völlinn á börum í liði Leiknis.

Á 52. mínútu kom fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon sínum mönnum í Leikni í 2-1 og á 76. mínútu bætti nýi maðurinn Emil Berger við þriðja marki Breiðhyltinga. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá þeim því þremur mínútum síðar fékk Daði Bærings að líta sitt annað gula spjald og Fjölnir fékk vítaspyrnu.

Úr vítaspyrnunni skoraði Arnór Breki og fimm mínútum síðar jafnaði Gummi Kalli metin, mikið fjör í höllinni. Hilmir Rafn Mikaelsson fullkomnaði svo endurkomu Fjölnismanna með marki á 88. mínútu. Hilmir er fæddur árið 2004 og kom inn á sem varamaður í leiknum. Fjölnir er með þrjú stig eftir þrjár umferðir líkt og Leiknir.

Í Fjarðabyggðarhöllinni tóku heimamenn í Leikni F. á móti Hetti/Hugin í B-deildinni. Heimamenn unnu með þremur mörkum, 4-1. Leiknir er með þrjú stig eftir þennan fyrsta leik sinn en Höttur/Huginn er án stiga eftir tvo leiki.

Leiknir R. 3 - 4 Fjölnir (Riðill 4, A)
1-0 Sævar Atli Magnússon, víti ('26)
1-1 Andri Freyr Jónasson ('38)
2-1 Sævar Atli Magnússon ('52)
3-1 Emil Berger ('76)
3-2 Arnór Breki Ásþórsson, víti ('80)
3-3 Guðmundur Karl Guðmundsson ('85)
3-4 Hilmir Rafn Mikaelsson ('88)
Rautt Spjald: Daði Bærings Halldórsson ('79, Leiknir)

Leiknir F. 4 - 1 Höttur/Huginn (Riðill 4, B)
0-1 Bjarki Sólon Daníelsson ('30)
1-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('35)
2-1 Marteinn Már Sverrisson ('39)
3-1 Stefán Ómar Magnússon ('60)
4-1 Valdimar Brimir Hilmarsson ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner