mið 28. apríl 2021 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin tók mynd af Pepsi Max flösku - Vísbending?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Gary Martin mun ekki spila með ÍBV í sumar. Hann var í morgun rekinn frá félaginu.

Englendingurinn segist hafa verið rekinn frá ÍBV eftir að hafa tekið mynd af liðsfélaga sínum nöktum og sett inn á lokaða spjallrás leikmanna.

Sjá einnig:
Gary Martin kærður eftir að hafa tekið nektarmynd af liðsfélaga

Gary Martin skoraði 11 mörk í 19 leikjum fyrir ÍBV í Lengjudeildinni í fyrra en Eyjamenn enduðu í sjötta sæti.

Það er spurning hvar hann mun spila í sumar en hann gaf mögulega vísendingu um það á Instagram í kvöld. Hann birti einfaldlega mynd af Pepsi Max flösku.

Hann hefur leikið með ÍA, KR, Víkingi, Val og ÍBV hér á landi. Í gegnum tíðina hefur hann mikið verið orðaður við KA og Stjörnuna. Það er stór spurning hvert hans næsta skref verður. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var í dag spurður út í Gary og sagði hann:

„Nei, við höfum ekkert farið í að skoða það neitt. Við sáum þetta fyrir um það bil klukkutíma síðan. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun í því samhengi og þannig er staðan."

Gary talaði um það á síðasta ári, áður en hann framlengdi við ÍBV, að hann ætlaði sér að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar ef ÍBV færi ekki upp.

Sjá einnig:
Framtíð Gary Martin ræðst á því hvort ÍBV fer upp eða ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner