Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   fim 28. maí 2020 14:25
Elvar Geir Magnússon
Enska úrvalsdeildin á að fara af stað 17. júní
Enska úrvalsdeildin á að fara aftur af stað þann 17. júní með leikjum Aston Villa gegn Sheffield United og stórleik Manchester City og Arsenal.

Um er að ræða tvo leiki sem voru eftir úr ókláruðum umferðum.

Helgina 19. - 21. júní ætti svo að vera leikin heil umferð.

BBC greinir frá þessu og segir að hugmyndin verði rædd á fundi seinna í dag. Samkvæmt fréttinni þá er búið að fá grænt ljós á að hægt sé að hefja leik með þessum hætti.

Það eru 92 leikir eftir af deildinni en ensku úrvalsdeildinni var frestað þann 13. mars vegna heimsfaraldursins. Deildin mun fara aftur af stað án áhorfenda.

Búið er að taka mörg sýni hjá leikmönnum og starfsmönnum í deildinni en alls tólf hafa reynst jákvæð. Aðilar halda áfram að fara í skoðanir tvisvar í viku.

Einstaklingur sem greinist með veiruna þarf að fara í einangrun í viku.

Liverpool er sem stendur með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar en Bournemouth, Aston Villa og Norwich eru í fallsætum.

17. júní
Manchester City - Arsenal
Aston Villa - Sheffield United

Leikir 19. - 22. júní
Aston Villa - Chelsea
Bournemouth - Crystal Palace
Brighton - Arsenal
Everton - Liverpool
Manchester City - Burnley
Newcastle United - Sheffield United
Norwich City - Southampton
Tottenham - Manchester United
Watford - Leicester City
West Ham United - Wolves
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner