Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   lau 28. ágúst 2021 19:05
Daníel Smári Magnússon
Ási Arnars: Bara frétt fyrir mig eins og aðra!
Lengjudeildin
Ási var á hliðarlínunni, en Baldur í miðverðinum.
Ási var á hliðarlínunni, en Baldur í miðverðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi leikur var kannski eins og við áttum von á. Mikil barátta og þeir komu mjög grimmir til leiks. Búið að ganga illa hjá þeim undanfarið, voru fastir fyrir og áttu bara fínan leik Þórsararnir,'' sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis eftir 0-0 jafntefli gegn Þór í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Fjölnir

„Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir og því miður, þá þurfum við að sætta okkur við það að fara héðan með eitt stig, sem að kannski er bara sanngjörn niðurstaða leiksins.''

Eftir virkilega erfiða byrjun að þá náðu Fjölnismenn að halda aðeins betur í boltann í seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá fengu þeir sitt besta færi þegar að Michael Bakare fékk algjört dauðafæri til að koma gestunum yfir.

„Já, við vorum í basli framan af og þeir sóttu vel á okkur, það er alveg hárrétt. Ég held samt að við höfum átt besta færi fyrri hálfleiks undir lokin, þegar að Michael fær boltann og "feikar" þá alla niður en endar svo bara á að skjóta í þá, því miður. En engu að síður þá sóttu þeir vel á okkur og þess vegna áttum við í vök að verjast, en við stóðum það af okkur. En í seinni hálfleik þá finnst mér við vera betri aðilinn og þess vegna erum við hálf svekktir með að ná ekki að klára leikinn.''

Fótbolti.net greindi frá því í gær að Ásmundur Arnarsson væri orðaður við þjálfarastöðuna hjá kvennaliði Breiðabliks. Ásmundur tjáði sig, skælbrosandi, um þann orðróm.

„Heyrðu já, þetta var bara frétt fyrir mig í gær eins og aðra! Það eru engar viðræður í gangi. Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þetta - dóttir mín er þarna í Breiðablik og ég þekki þá ágætlega og allt það, en það eru engar viðræður í gangi um það mál,'' sagði Ásmundur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner