Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   lau 28. ágúst 2021 19:05
Daníel Smári Magnússon
Ási Arnars: Bara frétt fyrir mig eins og aðra!
Lengjudeildin
Ási var á hliðarlínunni, en Baldur í miðverðinum.
Ási var á hliðarlínunni, en Baldur í miðverðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi leikur var kannski eins og við áttum von á. Mikil barátta og þeir komu mjög grimmir til leiks. Búið að ganga illa hjá þeim undanfarið, voru fastir fyrir og áttu bara fínan leik Þórsararnir,'' sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis eftir 0-0 jafntefli gegn Þór í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Fjölnir

„Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir og því miður, þá þurfum við að sætta okkur við það að fara héðan með eitt stig, sem að kannski er bara sanngjörn niðurstaða leiksins.''

Eftir virkilega erfiða byrjun að þá náðu Fjölnismenn að halda aðeins betur í boltann í seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá fengu þeir sitt besta færi þegar að Michael Bakare fékk algjört dauðafæri til að koma gestunum yfir.

„Já, við vorum í basli framan af og þeir sóttu vel á okkur, það er alveg hárrétt. Ég held samt að við höfum átt besta færi fyrri hálfleiks undir lokin, þegar að Michael fær boltann og "feikar" þá alla niður en endar svo bara á að skjóta í þá, því miður. En engu að síður þá sóttu þeir vel á okkur og þess vegna áttum við í vök að verjast, en við stóðum það af okkur. En í seinni hálfleik þá finnst mér við vera betri aðilinn og þess vegna erum við hálf svekktir með að ná ekki að klára leikinn.''

Fótbolti.net greindi frá því í gær að Ásmundur Arnarsson væri orðaður við þjálfarastöðuna hjá kvennaliði Breiðabliks. Ásmundur tjáði sig, skælbrosandi, um þann orðróm.

„Heyrðu já, þetta var bara frétt fyrir mig í gær eins og aðra! Það eru engar viðræður í gangi. Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þetta - dóttir mín er þarna í Breiðablik og ég þekki þá ágætlega og allt það, en það eru engar viðræður í gangi um það mál,'' sagði Ásmundur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner