Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 28. ágúst 2021 19:05
Daníel Smári Magnússon
Ási Arnars: Bara frétt fyrir mig eins og aðra!
Lengjudeildin
Ási var á hliðarlínunni, en Baldur í miðverðinum.
Ási var á hliðarlínunni, en Baldur í miðverðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi leikur var kannski eins og við áttum von á. Mikil barátta og þeir komu mjög grimmir til leiks. Búið að ganga illa hjá þeim undanfarið, voru fastir fyrir og áttu bara fínan leik Þórsararnir,'' sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis eftir 0-0 jafntefli gegn Þór í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Fjölnir

„Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir og því miður, þá þurfum við að sætta okkur við það að fara héðan með eitt stig, sem að kannski er bara sanngjörn niðurstaða leiksins.''

Eftir virkilega erfiða byrjun að þá náðu Fjölnismenn að halda aðeins betur í boltann í seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá fengu þeir sitt besta færi þegar að Michael Bakare fékk algjört dauðafæri til að koma gestunum yfir.

„Já, við vorum í basli framan af og þeir sóttu vel á okkur, það er alveg hárrétt. Ég held samt að við höfum átt besta færi fyrri hálfleiks undir lokin, þegar að Michael fær boltann og "feikar" þá alla niður en endar svo bara á að skjóta í þá, því miður. En engu að síður þá sóttu þeir vel á okkur og þess vegna áttum við í vök að verjast, en við stóðum það af okkur. En í seinni hálfleik þá finnst mér við vera betri aðilinn og þess vegna erum við hálf svekktir með að ná ekki að klára leikinn.''

Fótbolti.net greindi frá því í gær að Ásmundur Arnarsson væri orðaður við þjálfarastöðuna hjá kvennaliði Breiðabliks. Ásmundur tjáði sig, skælbrosandi, um þann orðróm.

„Heyrðu já, þetta var bara frétt fyrir mig í gær eins og aðra! Það eru engar viðræður í gangi. Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þetta - dóttir mín er þarna í Breiðablik og ég þekki þá ágætlega og allt það, en það eru engar viðræður í gangi um það mál,'' sagði Ásmundur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir