Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 28. ágúst 2021 19:05
Daníel Smári Magnússon
Ási Arnars: Bara frétt fyrir mig eins og aðra!
Lengjudeildin
Ási var á hliðarlínunni, en Baldur í miðverðinum.
Ási var á hliðarlínunni, en Baldur í miðverðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi leikur var kannski eins og við áttum von á. Mikil barátta og þeir komu mjög grimmir til leiks. Búið að ganga illa hjá þeim undanfarið, voru fastir fyrir og áttu bara fínan leik Þórsararnir,'' sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis eftir 0-0 jafntefli gegn Þór í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Fjölnir

„Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir og því miður, þá þurfum við að sætta okkur við það að fara héðan með eitt stig, sem að kannski er bara sanngjörn niðurstaða leiksins.''

Eftir virkilega erfiða byrjun að þá náðu Fjölnismenn að halda aðeins betur í boltann í seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá fengu þeir sitt besta færi þegar að Michael Bakare fékk algjört dauðafæri til að koma gestunum yfir.

„Já, við vorum í basli framan af og þeir sóttu vel á okkur, það er alveg hárrétt. Ég held samt að við höfum átt besta færi fyrri hálfleiks undir lokin, þegar að Michael fær boltann og "feikar" þá alla niður en endar svo bara á að skjóta í þá, því miður. En engu að síður þá sóttu þeir vel á okkur og þess vegna áttum við í vök að verjast, en við stóðum það af okkur. En í seinni hálfleik þá finnst mér við vera betri aðilinn og þess vegna erum við hálf svekktir með að ná ekki að klára leikinn.''

Fótbolti.net greindi frá því í gær að Ásmundur Arnarsson væri orðaður við þjálfarastöðuna hjá kvennaliði Breiðabliks. Ásmundur tjáði sig, skælbrosandi, um þann orðróm.

„Heyrðu já, þetta var bara frétt fyrir mig í gær eins og aðra! Það eru engar viðræður í gangi. Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þetta - dóttir mín er þarna í Breiðablik og ég þekki þá ágætlega og allt það, en það eru engar viðræður í gangi um það mál,'' sagði Ásmundur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner