Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 28. ágúst 2021 19:05
Daníel Smári Magnússon
Ási Arnars: Bara frétt fyrir mig eins og aðra!
Lengjudeildin
Ási var á hliðarlínunni, en Baldur í miðverðinum.
Ási var á hliðarlínunni, en Baldur í miðverðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi leikur var kannski eins og við áttum von á. Mikil barátta og þeir komu mjög grimmir til leiks. Búið að ganga illa hjá þeim undanfarið, voru fastir fyrir og áttu bara fínan leik Þórsararnir,'' sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis eftir 0-0 jafntefli gegn Þór í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Fjölnir

„Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir og því miður, þá þurfum við að sætta okkur við það að fara héðan með eitt stig, sem að kannski er bara sanngjörn niðurstaða leiksins.''

Eftir virkilega erfiða byrjun að þá náðu Fjölnismenn að halda aðeins betur í boltann í seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá fengu þeir sitt besta færi þegar að Michael Bakare fékk algjört dauðafæri til að koma gestunum yfir.

„Já, við vorum í basli framan af og þeir sóttu vel á okkur, það er alveg hárrétt. Ég held samt að við höfum átt besta færi fyrri hálfleiks undir lokin, þegar að Michael fær boltann og "feikar" þá alla niður en endar svo bara á að skjóta í þá, því miður. En engu að síður þá sóttu þeir vel á okkur og þess vegna áttum við í vök að verjast, en við stóðum það af okkur. En í seinni hálfleik þá finnst mér við vera betri aðilinn og þess vegna erum við hálf svekktir með að ná ekki að klára leikinn.''

Fótbolti.net greindi frá því í gær að Ásmundur Arnarsson væri orðaður við þjálfarastöðuna hjá kvennaliði Breiðabliks. Ásmundur tjáði sig, skælbrosandi, um þann orðróm.

„Heyrðu já, þetta var bara frétt fyrir mig í gær eins og aðra! Það eru engar viðræður í gangi. Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þetta - dóttir mín er þarna í Breiðablik og ég þekki þá ágætlega og allt það, en það eru engar viðræður í gangi um það mál,'' sagði Ásmundur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner