Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. september 2019 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Wilson: Klopp fylgist með mér
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn efnilegi Harry Wilson hefur verið að gera góða hluti að láni hjá Bournemouth á upphafi tímabils.

Wilson gerði mjög vel að láni hjá Derby á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 18 mörk í 49 leikjum undir stjórn Frank Lampard.

Núna er hann einbeittur að því að gera vel fyrir Bournemouth svo hann geti barist við stórstjörnurnar í sóknarlínu Liverpool um byrjunarliðssæti á næstu leiktíð.

„Hann (Klopp) var mjög ánægður með hvernig mér gekk hjá Derby. Hann fylgdist vel með mér og sendi mér skilaboð þegar hann horfði á leikina mína í sjónvarpinu. Það var mjög góð tilfinning að vita að stjórinn væri ekki búinn að gleyma manni eins og gerist hjá öðrum félögum," sagði Wilson.

„Auðvitað vildi ég spila fyrir aðalliðið hjá Liverpool á þessari leiktíð en fyrst það var ekki möguleiki á að fá fast byrjunarliðssæti vildi ég í það minnsta fá reynslu úr úrvalsdeildinni. Ég var himinlifandi þegar ég frétti af áhuga frá Bournemouth og mér líður eins og ég hafi farið vel af stað hérna.

„Chris Mepham og David Brooks (leikmenn Bournemouth) eru góðir vinir mínir og þeir fullvissuðu mig um að andrúmsloftið hjá félaginu væri frábært."

Athugasemdir
banner
banner