Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. september 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Um var að ræða hundraðasta sigurinn hjá Messi
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Lionel Messi kom inn á sem varamaður eftir tæplega klukkutíma leik er Argentína vann sigur gegn Jamaíku síðastliðna nótt.

Messi átti ansi öfluga innkomu þar sem honum tókst að gera tvö mörk og ganga algjörlega frá leiknum.

BBC vekur athygli á því að þetta hafi verið sigur númer 100 hjá Messi með landsliðinu; hann hafi komið gegn lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku.

Argentína hefur þá ekki tapað í 35 leikjum í röð og er tveimur leikjum frá heimsmeti Ítalíu.

Hinn 35 ára gamli Messi er búinn að spila með landsliðinu frá 2005 og hefur alls leikið 164 leiki. Í þessum leikjum hefur hann gert 90 mörk.

Þessi leikur var sá síðasti sem Argentína spilar fyrir HM í Katar en þar eru þeir á meðal sigurstranglegustu liða.
Athugasemdir
banner
banner