Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Chelsea er með stórkostlegt lið
Mynd: Getty Images
Tottenham vermir toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 9 umferðir en liðið mætir Chelsea í nágranna- og toppslag á sunnudaginn.

Chelsea er aðeins tveimur stigum eftir Tottenham og er búið að vinna þrjá deildarleiki í röð. Tottenham er með fjóra sigra í röð. Jose Mourinho býst við erfiðri viðureign gegn 'stórkostlegu' liði.

„Við vitum að allt getur gerst í fótbolta og okkar markmið er að vinna þennan leik. Við erum að fara að spila gegn stórkostlegu liði með gífurlega mikla breidd í öllum stöðum," sagði Mourinho.

„Chelsea er með svo sterkan leikmannahóp að ég þarf ekki einu sinni að velta því fyrir mér hverjir verða í byrjunarliðinu því þeir eru allir svo gæðamiklir."

Chelsea vann báðar viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og endaði sjö stigum fyrir ofan Tottenham, í síðasta Meistaradeildarsætinu.

Það er ansi þungt leikjaprógram framundan fyrir lærisveina Mourinho. Þeir eiga sjö leiki á þremur vikum og eru næstu deildarleikir liðsins gegn Arsenal, Crystal Palace, Liverpool og Leicester.
Athugasemdir
banner
banner