Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. nóvember 2022 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sáu ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik"
Fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.
Fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ var að senda frá sér yfirlýsingu í ljósi frétta sem hafa birst í dag er varða samskipti sambandsins við utanríkisráðuneytisins í tengslum við umtalaðan vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu. Hefur það verið gagnrýnt að KSÍ skuli hafa tekið þennan leik út af mannréttindabrotum í Sádí-Arabíu.

Stundin sagði að KSÍ hefði ekki fengið grænt ljós frá stjórnvöldum varðandi leikinn eins og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafði talað um í fjölmiðlum.

„Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma (í fyrra) til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki," sagði Vanda í samtali við Vísi síðasta sumar.

Fram kom hjá Stundinni að utanríkisráðuneytið hefði ekki fengið fyrirspurn er varðaði vináttulandsleikinn, heldur hefði fyrirspurnin snúið að samstarfi um kvennafótbolta í Sádí-Arabíu.

Ómar Smárason, upplýsingafulltrúi sambandsins, sagði það jafnframt rétt að KSÍ hafi ekki leitað sérstaklega til utanríkisráðuneytisins eftir ráðgjöf um hvort eðlilegt væri að landsliðið spilaði þennan tiltekna leik við Sádi-Arabíu. Í yfirlýsingu frá sambandinu núna segir samt sem áður að þessi samskipti hafi verið til staðar, annað en kom fram í svari utanríkisráðueytisins við Stundina. Þetta virðist vera einhvers konar misskilningur sem fer í margar áttir.

Yfirlýsing KSÍ
Varðandi samskipti KSÍ við utanríkisráðuneytið vill sambandið koma því á framfæri að haustið 2021 hófust samskipti KSÍ við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu þar sem ræddar voru hugmyndir um samstarf. Hugmyndirnar voru í mörgum liðum og snerust allar um að skiptast á þekkingu og fræðslu um uppbyggingu knattspyrnu, allt frá starfsemi og rekstri knattspyrnusambanda yfir í réttindamál, sem og grasrótarstarf, kvennaknattspyrnu og afreksstarf. Einnig var rætt um mögulegan vináttuleik milli landsliða þjóðanna í janúar 2022.

Í kjölfarið hafði KSÍ samband við utanríkisráðuneytið til að afla upplýsinga og ráðgjafar vegna stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Utanríkisráðuneytið svaraði og sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf eða fyrirhugaðan landsleik. Ekki varð þó af þessu samstarfi og ekki varð af janúar-leiknum.

Í vor barst svo beiðni frá Knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu um vináttuleik þjóðanna í nóvember. KSÍ leitaði ekki eftir áliti utanríkisráðuneytisins vegna þess leiks – því svarið lá fyrir þegar halda átti leik í janúar. Í svari formanns KSÍ í viðtali við Vísi frá því í júní á þessu ári, sem vitnað hefur verið til í fréttum fjölmiðla, er formaðurinn að vísa til þeirra gagna sem lágu fyrir. Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að „ráðuneytið sjái ekkert athugavert við gerð slíks samnings, sem hefur það að leiðarljósi að stofna til samstarfs um leiki milli landsliða í knattspyrnu sem um ræðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner