Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 28. nóvember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brenton Muhammad þjálfar kvennalið Vestra (Staðfest)
Brenton Muhammad.
Brenton Muhammad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri hefur ráðið Brenton Muhammad sem þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

„Brenton er öllum hnútum kunnur hjá Vestra," segir í tilkynningu félagsins.

Hann var í fyrra ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og tók svo alfarið við liðinu á miðju sumri.

„Brenton vann gott starf eftir að hann tók við og var mikill stígandi í liðinu. Einnig hefur Brenton þjálfað í mörg ár hjá yngri flokkum félagsins. Það er því mikil ánægja að hafa skrifað undir tveggja ára samning við Brenton og tryggir það stöðuleika og áframhaldandi stíganda í liðinu," segir félagið.

„Liðið byrjaði æfingar aftur um miðjan nóvember og hlökkum við mjög til næsta tímabils. Áfram Vestri!"

Brenton er fyrrum markvörður karlaliðs Vestra en hann tekur núna alfarið við þjálfun kvennaliðsins.

Vestri endaði síðastliðið tímabilið afar vel og fór með sigur af hólmi í C-úrslitum 2. deildar kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner