Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fim 28. nóvember 2024 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vigfús Arnar ráðinn njósnari Lyngby
Vigfús Arnar Jósefsson.
Vigfús Arnar Jósefsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska úrvalsdeildarfélagið Lynbgy hefur tilkynnt að félagið sé búið að ráða Vigfús Arnar Jósefsson sem njósnara sinn á Íslandi. Hann mun fylgjast með íslenska markaðnum fyrir Lyngby.

„Undanfarin ár hefur Lyngby náð miklum árangri með Íslendingum bæði í þjálfara- og leikmannamálum, þar sem prófílar eins og Freyr Alexandersson, Alfreð Finnbogason og nú Sævar Atli Magnússon hafa verið mikilvægir og vinsælir einstaklingar á Lundtoftevej," segir í tilkynningu Lyngby.

Lyngby ætlar núna að taka þetta upp á næsta stig með ráðningu Vigfúsar.

„Þegar ungir, metnaðarfullir og hæfileikaríkir íslenskir ??fótboltamenn hugsa um að þurfa að gera eitthvað annað en að spila í heimalandi sínu ættu þeir að hugsa um Lyngby Boldklub sem tækifæri," segir Nicas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby.

Vigfús kveðst spenntur fyrir þessu nýja starfi en síðastliðið sumar starfaði hann fyrst sem aðalþjálfari Leiknis og svo aðstoðarþjálfari KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner