Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   sun 29. janúar 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maguire: Aldrei áður verið í þessari stöðu á ferlinum
Mynd: EPA

Fyrirliðinn Harry Maguire fékk sjaldgæft tækifæri með byrjunarliði Manchester United þegar liðið mætti til leiks í enska bikarnum í gærkvöldi.


Rauðu djöflarnir tóku á móti Reading og unnu þægilegan 3-1 sigur þar sem Maguire skilaði inn flottri frammistöðu gegn Andy Carroll.

Maguire missti byrjunarliðssæti sitt hjá Man Utd en er áfram byrjunarliðsmaður í enska landsliðinu undir stjórn Gareth Southgate.

„Ég er 29 ára gamall og hef aldrei áður verið í svona stöðu á ferlinum. Þetta er ekki staða sem ég vil venjast en þetta er partur af fótboltanum og ég er að leggja mikla vinnu í að reyna að komast aftur í byrjunarliðið. Það er mikilvægt fyrir mig að nýta tækifærin þegar þau bjóðast," sagði Maguire við ITV eftir sigurinn gegn Reading.

„Við vitum allir að það er mikilvægt að hafa samkeppni um byrjunarliðssæti hjá þessu félagi. Við erum með nokkra toppgæða miðverði í leikmannahópnum og liðið mun þurfa á okkur öllum að halda á seinni hluta tímabilsins."

Lisandro Martinez, Raphael Varane og Victor Lindelöf virðast allir vera fyrir framan Maguire í goggunarröðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner