Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 13. maí 2024 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Myndi velja Toney í landsliðið fram yfir Solanke
Mynd: Getty Images

Thomas Frank stjóri Brentford er sannfærður um að Ivan Toney framherji liðsins sé betri kostur fyrir Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englands fyrir EM í sumar en Dominic Solanke.


Solanke hefur skorað 19 mörk á tímabilinu en Toney hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnum og ekki skorað í elleftu síðustu leikjum fyrir Brentford.

Bournemouth og Brentford áttust við um helgina þar sem Brentford vann 2-1 en Solanke skoraði mark Bournemouth. Frank var spurður út í framherjana tvo eftir leikinn.

„Ég veit ég er hlutdrægur en ég myndi velja Toney. Maður þarf að vera í formi á EM og vera standa sig vel, stundum þarftu bara augnablik og þá ertu kominn í gang. Það er ýmislegt sem þarf að íhuga en ég myndi taka Toney því hann bætir einhverju við sem þeir eru ekki með í hópnum," sagði Frank.


Athugasemdir
banner
banner