Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Choupo-Moting yfirgefur Bayern í sumar
Eric Maxim Choupo-Moting.
Eric Maxim Choupo-Moting.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting mun yfirgefa herbúðir Bayern München í sumar.

Frá þessu segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Samningur Choupo-Moting rennur út í sumar og verður hann ekki framlengdur.

Choupo-Moting er 35 ára gamall sóknarmaður frá Kamerún sem hefur spilað með Bayern frá 2020. Hann hefur alls spilað 122 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 38 mörk en hann hefur mest verið í því að koma inn á sem varamaður.

Það er í raun ótrúlegt hvernig ferill Choupo-Moting hefur þróast en eftir að hann lék með Stoke City 2017-18, þá hefur hann spilað með Paris Saint-Germain og Bayern í mikinn fjölda ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner