Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 13. maí 2024 09:10
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur áhuga á Gordon
Powerade
Anthony Gordon hefur átt frábært tímabil.
Anthony Gordon hefur átt frábært tímabil.
Mynd: Getty Images
Luis Díaz.
Luis Díaz.
Mynd: Getty Images
Framtíð Luka Modric fer að skilast.
Framtíð Luka Modric fer að skilast.
Mynd: EPA
Spennandi vinnuvika framundan og hér er slúðurpakkinn. Gordon, Isak, Diaz, Adarabioyo, Glasner, Modric, Harrison og fleiri koma við sögu. BBC tók saman.

Liverpool hefur áhuga á enska kantmanninum Anthony Gordon (23) hjá Newcastle United. Hann hefur átt frábært tímabil og er alinn upp hjá erkifjendunum í Everton. (Star)

Ef Liverpool kaupir Gordon gæti það bundið enda á vonir Arsenal um að fá sóknarmanninn Alexander Isak (24) frá Newcastle í sumar. (Express)

Luis Díaz (27) sóknarleikmaður Liverpool gefur ekki mikið fyrir orðróm um áhuga St-Germain og segir stór ár framundan hjá Liverpool. (Mirror)

Manchester City hefur áhuga á Douglas Lukjanciks (16) akademíumarkverði Everton gæti borgað allt að 10 milljónir punda fyrir enska U17 ára landsliðsmanninn. (Sun)

Newcastle er líklegast til að fá enska varnarmanninn Tosin Adarabioyo (26) á frjálsri sölu þegar samningur hans við Fulham rennur út í sumar. (Mail)

Crystal Palace ætlar ekki að sleppa austurríska stjóranum Oliver Glasner í sumar en hann er orðaður við stjórastarfið hjá Bayern München. (Fabrizio Romano)

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, kemur enn til greina hjá Bayern München sem leitar að rétta manninum til að taka við af Thomas Tuchel. (Bild)

Framtíð Luka Modric (38) ætti að skýrast í næstu viku að sögn umboðsmanns hans. Samningur króatíska miðjumannsins við Real Madrid rennur út í sumar. (Goal)

Eintracht Frankfurt mun ekki nýta 13 milljóna evra kauprétt á Donny van de Beek (27), hollenska miðjumanninum sem er á láni frá Manchester United. (Fabrizio Romano)

Everton, Brighton, Inter og Wolfsburg hafa áhuga á japanska bakverðinum Yukinari Sugawara (23) hjá AZ Alkmaar. (Florian Plettenberg)

Millwall hefur náð samkomulagi um að fá enska varnarmanninn Japhet Tanganga (26) alfarið frá Tottenham en hann er á láni hjá félaginu. (Mirror)

Sean Dyche, stjóri Everton, er vongóður um að ná að breyta lánssamningi enska kantmannsins Jack Harrison (26) frá Leeds í varanleg félagaskipti (Liverpool Echo).

West Ham ætlar að gera sumartilboð í marokkóska framherjann Youssef En-Nesyri (26) hjá Sevilla. (Football Insider)

Fiorentina hefur áhuga á ítalska miðjumanninum Nicolo Zaniolo (24) sem mun snúa aftur til Galatasaray þegar lánssamningur hans hjá Aston Villa lýkur. (Calciomercato)

Xavi, stjóri Barcelona, segir óvissu um framtíð spænska framherjans Ansu Fati (21) hjá félaginu en hann er á leið til baka eftir lánsdvöl hjá Brighton. (Goal)

Sheffield United ætlar að bjóða um 8 milljónir punda í Anthony Patterson (23) markvörð Sunderland. (Sund)
Athugasemdir
banner
banner