Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Held ég hafi unnið inn stig hjá Rúnari með því að spila þennan leik nefbrotinn"
Nefbrotnaði gegn KR.
Nefbrotnaði gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle verið frábær í byrjun móts.
Kyle verið frábær í byrjun móts.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í smá brasi með grímuna gegn Val.
Í smá brasi með grímuna gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er kominn með aðra grímu í dag.
Er kominn með aðra grímu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Stefán Þorbjörnsson hefur stimplað sig vel inn í Fram liðið frá því hann kom á láni frá Lyngby í upphafi árs. Alveg í byrjun virtist ekkert endilega stefna í að Þorri myndi ná að festa sig í byrjunarliðinu en hann hefur spilað vel og sýnt af hverju hann er í liðinu.

Þorri er 17 ára unglingalandsliðsmaður sem ræddi við Fótbolta.net um helgina. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst.

„Ég var í byrjunarliðinu á móti Grindavík viku fyrir mót í æfingaleik. Ég vissi eftir þann leik að ég myndi byrja fyrsta leik í móti. Það var geggjað að fá traustið, var ekkert eðlilega stressaður fyrir Vestraleiknum (1. umferð), en hef verið minna stressaður fyrir hinum leikjunum af því ég veit alveg að ég get þetta," sagði Þorri.

„Það er geggjað að spila í þessu þriggja manna miðvarðakerfi, þetta er þéttur pakki og við elskum að verjast. Síðan í skyndisóknum ertu með Fred og Tiago fyrir framan þig. Þú getur gefið þeim boltann og þeir bara gera einhverja töfra. Það er geggjað að spila með Kyle og Kennie. Þessir gæjar hjálpa mér ekkert eðlilega mikið. Frábært að hafa Kyle fyrir aftan sig. Ef þú stígur upp þá veistu að þessi gæi er fyrir aftan þig; ef það kemur bolti yfir þig þá er hann alltaf að fara sópa þetta upp. Þeir eru alltaf að öskra á mann, þetta hefur gert mig betri. Það er geggjað að hafa þá við hliðina á sér."

Kyle McLagan hefur fengið mikið lof til þessa og hann verið einn besti maður mótsins til þessa.

„Ég tek undir það. Hann er búinn að vera frábær. Ástríðan í þessum gæja... hann vill vinna leiki, peppar mann upp. Hann er góður í klefanum, talar mikið fyrir leiki og er alvöru leiðtogi."

Ætlaði að klára leikinn
Í fyrri hluta viðtalsins sem má nálgast í hlekknum ofarlega í þessari grein ræðir Þorri um nefbrot á æfingu síðasta haust. Hann svo nefbrotnaði aftur gegn KR og fékk högg á nefið þegar hann lagði upp jöfnunarmarkið á Viktor Bjarka Daðason gegn Val.

„Þetta var bara einhver drasl gríma, hún er útstæð. Ég skalla boltann með enninu, gríman fer einhvern veginn inn og nefið skekktist aftur og ég þurfti að láta laga það aftur. Núna er ég kominn með betri grímu, kominn með grímuna sem ég var með úti hjá Lyngby."

„Á móti KR sneri ég mér við úti við hliðarlínuna og negli á öxlina á Kyle. Þetta er náttúrulega algjör trukkur sem ég lendi á og nefið mölbrotnar. Ég er stokkbólginn allan leikinn með hausverk. En ég ríf mig í gegnum þetta og við fengum þrjú stig."

„Það var aldrei spurning hvort ég myndi halda áfram eða ekki. Ég vil ekki detta út úr liðinu. Ég held að ég hafi alveg unnið inn stig hjá Rúnari með því að spila þennan leik nefbrotinn. Þeir spurðu mig hvort ég væri ekki góður og sögðu að ég ætti að láta vita ef ég vildi koma út af. Ég lét aldrei vita."


Topp 6 og Evrópa?
Fram er með 11 stig eftir sex umferðir. Hvað getur Fram náð langt í sumar?

„Við getum horft ekkert eðlilega langt. Planið er topp 6 en Evrópusætið er þá ekki langt handan við hornið."

„Ég ætla vera í þessu liði"
Það eru margir hafsentar að banka á dyrnar ef menn í byrjunarliðinu misstíga sig. Brynjar Gauti Guðjónsson, Hlynur Atli Magnússon, Þengill Orrason, Aron Kári Aðalsteinsson og Orri Sigurjónsson eru allir fínir leikmenn.

Heldur þetta þér á tánum alla daga?

„Algjörlega. Þetta drífur mann áfram. Maður mætir á æfingasvæðið á hverjum einasta degi með þá hugsun að maður ætli ekki að hleypa þessum gæjum inn í liðið - þó að þetta séu allt flottir gæjar og geggjað að hafa þá á æfingum og allt vinir mínir. En ég ætla vera í þessu liði, það er mitt plan og ég ætla halda áfram að standa mig. Ef ég dett út þá veit ég að það kemur maður í manns stað, en ég vil halda þessu svona," sagði Þorri.

Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Athugasemdir
banner
banner
banner